“ÓSKARSVERÐLAUN”

30/10/2015

Hárgreiðslustofan Hárný hlaut í byrjun júní 2008 nokkursskonar “óskarsverðlaun” hárgreiðslufólks, GLOBAL SALON BUSINESS AWARDS.

Samtök Iðnaðarins tilnefndu Hárnýu til þátttöku af Íslands hálfu, en alls bárust 3000 tilnefningar frá öllum heimsálfum í flokkunum fjórum, sem keppt er í, en þeir eru Rekstur á keðju, eða mörgum hárgreiðslustofum, Rekstur á einni stofu, Markaðssetning og Leiðtogahæfileikar. Hárný hlaut verðlaunin fyrir Rekstur á eigin stofu. Það er hin virti viðskiptaháskóli UGLA í Los Angeles, sem veitir verðlaunin og fer yfir allar tilnefningar. Nákvæmri skýrslu um stofuna og starfsemina, þarf að skila inn. Hárgreiðslustofan Hárný og starfsfólk hennar eru auðvitað himinn lifandi yfir viðurkenningunni. Hér eru þær mæðgur Dísa og Þóra Sif Friðriksdóttir, stoltar með verðlaunin í Hollywood og búnar að fara á “rauða dregilinn”.

disa_raudurdregill